Náttúrulega 2

91 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Plánetunum átta í sólkerfinu okkar er oftast skipt í tvo hópa, þ e innri og ytri reikistjörnur Innri reikistjörnurnar eiga nokkra eiginleika sameiginlega og ytri reikistjörnurnar aðra Innri reikistjörnurnar eru Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars Þær eiga það sameiginlegt að vera á sporbaugum nálægt sólinni Þessar plánetur eru frekar litlar, aðallega úr bergi og hafa fast yfirborð Ytri reikistjörnurnar eru Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus Þær eiga það sameiginlegt að vera á sporbaugum fjær sólinni Þessar plánetur eru aðallega úr gastegundum og eru stórar Stundum eru þær kallaðar gasreikistjörnur eða gasrisarnir Ástæðan er að þær hafa ekki fast yfirborð heldur eru úr gasi SMÁSTIRNABELTIÐ Smástirni eru litlir hnullungar eða hnettir sem flestir eru úr bergi eða málmi Þvermál þeirra getur verið frá u þ b 1 metra upp í u þ b 1000 km í þvermál Langflest smástirni í sólkerfinu okkar eru í smástirnabeltinu en þar finnast nokkrar milljónir smástirna Smástirnabeltið er á milli sporbauga Mars og Júpíters eða á milli innri og ytri reikistjarnanna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=