Náttúrulega 2

89 Náttúrulega 2 │ 4. kafli SÓLMYRKVI Þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu og tunglið í miðjunni myndar það skugga á Jörðina Ef við erum stödd á því svæði sem skugginn fellur á sést sólin ekki öll frá Jörðinni Þetta kallast deildarmyrkvi Stundum gerist það að tunglið skyggir alveg á sólina Það kallast almyrkvi Þegar almyrkvi verður getur orðið dimmt um miðjan dag á Jörðinni Deildarmyrkvi og almyrkvi kallast einu nafni sólmyrkvar TUNGLMYRKVI Þegar sólin, Jörðin og tunglið eru í beinni línu og Jörðin í miðjunni getur hún skyggt á allt tunglið og það myrkvast í smástund Þetta er kallað tunglmyrkvi Almyrkvi á tungli er algengari en sólmyrkvi og getur orðið allt að þrisvar sinnum á ári Hann sést alls staðar á Jörðinni þar sem er nótt Sól Sól Tungl Tungl Almyrkvi Deildarmyrkvi Jörð Jörð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=