Náttúrulega 2

87 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Tunglið lítur alls ekki alltaf út fyrir að vera hnöttótt Ef við skoðum það á hverjum degi í mánuð sjáum við það vaxa, minnka, verða fullt og nýtt Þegar tunglið er vaxandi sjáum við bara í hægri hluta þess Það heldur síðan áfram að vaxa þangað til það er orðið fullt Þá er tunglið alveg kringlótt og kallast fullt tungl Eftir það minnkar það aftur, þá sést bara í það vinstra megin, þangað til það sést nánast ekki Það kallast nýtt tungl og daginn eftir sést það aftur vaxa Oftast er það þannig að minnkandi tungl sést á morgnana en vaxandi tungl á kvöldin Tungl kallast einnig máni. Máninn breytist í einn mánuð áður en hann endurtekur sig. Þess vegna kallast mánuður, mánuður!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=