Náttúrulega 2

85 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Þegar norðurhvelið hallar að sólunni er sumar á norðurhveli en vetur á suðurhveli Þetta ástand nær hámarki á lengsta degi ársins hjá okkur á Íslandi þegar bjart er megnið af sólarhringnum Sá dagur kallast sumarsólstöður og er oftast 21 júní Við miðbaug breytist birtan frá sólinni lítið og litlar árstíðarbreytingar eru því við miðbaug Jörðin er ekki bara gerð úr einhverju einu efni Hún er í raun í mörgum lögum Yst er jarðskorpan, þ e sá hluti sem er sjáanlegur Sjórinn flýtur ofan á jarðskorpunni Jarðskorpan er ofan á lagi sem kallast möttull Möttullinn er úr bráðnuðu og glóandi heitu bergi Þegar sprunga kemur á jarðskorpuna getur þetta glóandi bráðnaða berg þrýst sér upp á yfirborðið Það köllum við eldgos Fyrir innan möttulinn er kjarni sem talinn er vera úr járni og nikkeli Ytri kjarninn er talinn vera bráðinn en innri kjarninn fast efni Getur þú komist að því hvenær næstu jafndægur eru? Skorpa Möttull Ytri kjarni Innri kjarni Fljótandi Fast Skorpa Úthvolf Hitahvolf Veðrahvolf Heiðhvolf Miðhvolf

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=