81 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Það verka þyngdarkraftar, eða þyngdarafl, á milli allra hluta og þeir hafa tilhneigingu til að toga hluti í átt hver að öðrum Þyngdarkraftar eru mjög missterkir og fara eftir mössum hluta og fjarlægðinni á milli þeirra Jörðin verkar með talsverðum þyngdarkrafti á hluti við yfirborð Jarðar og sólin verkar með talsverðum þyngdarkrafti á hluti í sólkerfinu Ef enginn þyngdarkraftur væri á Jörðinni væri hér þyngdarleysi og við myndum skjótast út í geiminn Eins og gefur að skilja hefði það mjög mikil áhrif á allt í kringum okkur Það gæti verið sérkennilegt að svo margir hlutir sem þekkjast í geimnum eru hnöttóttir en ekki til dæmis stjörnulaga eins og sést oft í teiknimyndum Ástæðan er þyngdarkraftur Þyngdarkrafturinn er mestur í kjarnanum þar sem massinn er mestur Hann togar í allar áttir að sér og á endanum verður allt efnið í u þ b jafnmikilli fjarlægð frá kjarnanum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=