Náttúrulega 2

79 Náttúrulega 2 │ 1. kafli SÓLKERFIÐ OG SÓLIN Til að gera mjög langa og flókna sögu stutta má segja að alheimurinn hafi orðið til í miklahvelli fyrir u þ b 13,8 milljörðum ára Fyrir þann tíma var ekki til nein sól, engar stjörnur og engir hnettir Allt efni var saman komið í einum kjarna af efni sem var svo þétt að það hefði komist fyrir á svæði sem var miklu minna en teskeið! Þessi kjarni sprakk í miklahvelli og efnin þeyttust út um allt Efnin mynduðu síðan plánetur, stjörnur og annað sem er í geimnum Heimurinn er enn að þenjast út og kólna og getur gert það í milljarða ára í viðbót Tími Í dag 1 milljarður ár 300 milljón ár 380 þúsund ár Miklihvellur 0 Ræðum saman Hvenær varð heimurinn til? Úr hverju er Jörðin gerð? Hvað eru margar reikistjörnur í sólkerfinu okkar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=