75 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Hraðamælingar eru notaðar til að mæla hversu langt eitthvað fer á tilteknum tíma Mælieiningar fyrir vegalengd og tíma fara oft eftir aðstæðum hverju sinni Stundum er talað um metra á sekúndu sem er táknað með m/s Einnig er algengt að notast við kílómetra á klukkustund Hreyfing er venjulega ekki á jöfnum hraða, stundum er hún hægari og stundum hraðari Þegar meðalhraði er mældur er skoðað hversu langt var farið og á hve löngum tíma en ekki hraðabreytingar á leiðinni Hámarkshraði á vegum er settur af öryggisástæðum og því mikilvægt að fara ekki hraðar en leyfilegt er Sem dæmi má nefna að hámarkshraði er lægri í íbúðagötum en þar sem engin íbúðahús eru Þetta er gert til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda og sérstaklega barna Gangandi vegfarendur bera líka ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi með því að fylgja umferðarreglum Fálki getur flogið allt að 360 km/klst. Blettatígur nær um 100 km/klst. á hlaupum Túnfiskur syndir mest á u.þ.b. 80 km/klst. Spretthlaupari getur náð hraðanum 44 km/klst.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=