Náttúrulega 2

74 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Áður en alþjóðlegar mælieiningar komu til sögunnar voru í mörgum tilfellum notaðar mælieiningar sem tengdust mannslíkamanum, s s þumlungur, alin, fet og skref Þar sem líkamar fólks eru misstórir skapaði það ákveðinn vanda sem varð svo til þess að mælieiningar voru samræmdar og staðlaðar Tími er mældur með grunneiningunni sekúnda Það sem einkennir tímamælingar og er ólíkt mörgum öðrum mælieiningum, er að tölurnar 60 og 24 eru lagðar til grundvallar Þaðeru60sekúndur ímínútuog60mínútur í klukkustund Þetta fyrirkomulag kemur upphaflega frá Súmerum sem töldu 60 heppilega tölu Súmerar áttu m a þátt í að finna uppogþróa hjól til aðeinfalda líf fólks Í einum sólarhring eru 24 klukkustundir en sólarhringur er mælieining fyrir þann tíma sem tekur Jörðina að snúast einn hring í kringum sjálfa sig 1 klukkustund er 60 mínútur eða 3600 sekúndur 1 sólarhringur er 24 klukkustundir eða 1440 mínútur 7 sólarhringar eru ein vika 1 mánuður er 28–31 dagur Eitt ár er u.þ.b. 52 vikur eða 12 mánuðir Ljós ferðast 300 000 km á hverri sekúndu og ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári Mælieiningin ljósár er notuð til að mæla gríðarlegar vegalengdir í geimnum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=