73 Náttúrulega 2 │ 3. kafli MAGN, MASSI OG MÆLINGAR Ræðum saman Hvað þekkir þú margar mælieiningar? Hver er munurinn á þyngd og massa? Þekkir þú massann þinn? Mælingar geta verið mjög gagnlegar en til að mæla þarf einhvers konar mælieiningar SI-einingarkerfið er alþjóðlegt kerfi sem er notað til að samræma mælingar milli landa Sem dæmi tryggir kerfið að metri sé jafnlangur í öllum löndum Í þessu kerfi er kílógramm eða kg mælieining fyrir massa, metri eða m fyrir lengd og sekúnda eða s fyrir tíma Flestar þjóðir nota þessar mælieiningar en þó er það ekki algilt Í sumum löndum eru m a notaðar mælieiningarnar fet, steinar, pund og tommur Metri er notaður til að mæla lengd, þ e hve langt eitthvað er Að segja að eitthvað sé 300 langt segir lítið ef engin mælieiningin er notuð Talsverður munur er á 300 millimetrum og 300 kílómetrum Munurinn er svipaður og stærð á blaðsíðu annars vegar og vegalengdarinnar frá norðurströnd Íslands til suðurstrandar hins vegar Lengd er t d mæld með málböndum og reglustikum Grunnmælieining lengdar er metri
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=