Náttúrulega 2

67 Náttúrulega 2 │ 3. kafli FLUGVÉL FLÝGUR, BÁTUR FLÝTUR Ræðum saman Hvers vegna geta risastórar flugvélar flogið? Hvers vegna fljóta stór málmskip þegar málmbútar sökkva? Hvort fljótum við eða sökkvum? Sagan segir að grískur vísindamaður að nafni Arkímedes hafi fengið verkefni frá frænda sínum Híeron II konungi Híeron II vildi fá að vita hvort kórónan sín væri úr hreinu gulli Á þessum tíma var engin leið til þess að leysa þessa þraut Arkímedes áttaði sig strax á því að hann þyrfti að finna rúmmál kórónunnar en engin þekkt leið var til þess Dag einn ákvað Arkímedes að skella sér í bað Baðkarið var barmafullt sem þýðir að vatnið fyllti baðkarið alveg Þegar Arkímedes fór ofan í karið tók vatnið að flæða upp fyrir barmana Við þetta áttaði hann sig á að rúmmál hlutar sem sökkt er í vatn ryður frá sér vatni sem hefur jafn mikið rúmmál og hluturinn sem sökkt er Sagan segir að við þessa uppgötvun hafi Arkímedes orðið svo spenntur að hann hafi rokið nakinn út og hrópað „eureka“ sem þýðir „ég hef fundið það“! Þegar Arkimedes hafði reiknað rúmmál kórónunnar gat hann vigtað hana og fundið út eðlismassann Eftir það var leikur einn að finna úr hvaða efni kórónan var gerð ARKÍMEDES HEILAPÚL Hvort ætli hafi meiri massa, kóróna úr gulli eða áli með sama rúmmál?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=