66 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Suma krafta er hægt að mæla með kraftmælum sem eru mælitæki með gormi inni í Mælieiningin sem notuð er kallast njúton og er táknuð með N Sumir hlutir eru segulmagnaðir og verka með krafti á aðra segulmagnaða hluti Dæmi um þetta er ísskápssegull Þegar segullinn er settur á ísskáp dregur ísskápurinn til sín segulinn Þetta kallast segulkraftar Gerðu litla tilraun Þú þarft glas, spil og pening Settu spilið yfir glasið og peninginn þar ofan á Nú er peningurinn yfir miðju glasinu (sjá mynd) Kipptu spilinu beint að þér og fylgstu með hvað gerist Það sem gerist er að peningurinn fer beint ofan í glasið Í rauninni er hann kyrr og dettur þegar spilið er farið undan honum Krafturinn frá fingrunum verkar á spilið en ekki á peninginn Hann leitast við að halda kyrrstöðu sinni og þegar spilið er farið hættir krafturinn frá spilinu að halda honum uppi Við það togar þyngdarkrafturinn peninginn beint niður Ekki er nægur núningur milli peningsins og spilsins til að spilið dragi peninginn með sér KRAFTAR AÐ VERKI TILRAUN PRÓFAÐU!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=