59 Náttúrulega 2 │ 2. kafli SAMANTEKT • Munnur, vélinda, magi og þarmar vinna saman og kallast einu heiti meltingarfæri • Bragðskynnemar á tungunni skynja bragð • Nefið nýtir sérstakar skynfrumur til að nema lykt ofarlega í nefinu • Bragð-, sjón- og lyktarskyn vinnur saman Melting, lykt og bragð • Lifrin og nýrun sjá um að hreinsa óþörf og skaðleg efni úr líkamanum og losa okkur við þau • Hreyfing er mikilvæg til að viðhalda starfsemi líffærakerfa líkamans • Við þurfum að velja holla fæðu sem inniheldur það sem líkaminn þarfnast til að geta starfað vel og forðast efni sem eru skaðleg líkamanum • Sýklar eru litlar örverur sem eru skaðlegar líkamanum, s s bakteríur, veirur og sveppir • Varnarkerfi líkamans eru margþætt Þau koma í veg fyrir að sýklar komist inn í líkamann • Til eru margar gerðir hormóna Þau hafa ólík hlutverk og stjórna ýmsu í starfsemi líkamans, t d þroska og vexti Heilbrigði, hormón og hreinsikerfi • Hljóð myndast þegar efni hreyfast og búa til bylgjur Bylgjurnar berast síðan til eyrna og heilinn túlkar þær svo • Eyrað skiptist í ytra eyra, miðeyra og innra eyra • Hljóðbylgur eru mismunandi eftir því hversu djúpir eða háir tónarnir eru en einnig hversu sterkir þeir eru Hljóð, bylgjur og eyru Taugakerfið • Taugakerfið samanstendur af taugum sem senda skilaboð um líkamann og einnig milli heila og líkama Skynnemar senda skilaboð til heila um taugar • Heilinn er lykillíffæri í taugakerfinu • Hjálmar eru mikilvægir til að vernda heilann gegn höggum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=