Náttúrulega 2

52 Náttúrulega 2 │ 2. kafli HLJÓÐ, BYLGJUR OG EYRU Ræðum saman Hvað veist þú um hljóð? Hvernig heyrum við? Hversu hratt getur hljóð ferðast? Farðu út á skólalóð og lokaðu augunum Hvaða hljóð heyrast? Staðsetning skólans stýrir því að einhverju leyti Kannski heyrist í ákveðnum fuglum, bílum, vindi, sjó eða börnum að leik Hljóð myndast þegar efni hreyfast og búa til bylgjur Bylgjurnar berast síðan í gegnum loft, vökva og fast efni en mislangt eftir gerð bylgjunnar Hvernig virkar heyrnin okkar og heyra allir eins? Þegar kennarinn talar myndast titringur í raddböndunum og bylgjur sem berast út um munninn og í átt til eyrna nemenda Þær berast fyrst til þeirra sem eru næst kennaranum og síðast til þeirra sem er fjærst Hraðinn á bylgjunum er þó það mikill að enginn tekur eftir tímamuninum Hljóð fer 343 metra á hverri sekúndu en það þýðir að hljóð fer yfir þrjá fótboltavelli í fullri stærð á einni sekúndu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=