50 Náttúrulega 2 │ 2. kafli HORMÓNASTARFSEMI LÍKAMANS Til eru margar gerðir hormóna sem hafa ólík hlutverk Þau stjórna ýmsum þáttum í starfsemi heilans, s s þroska og vexti Hormón myndast á ýmsum stöðum í líkamanum og berast um hann með blóðinu og hafa þannig áhrif á tiltekin líffæri og líkamsstarfsemi Dæmi um hormón og hvar þau myndast: Kynhormónin estrógen, prógesterón og testósterón stjórna kynþroska fólks Estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkum og hafa áhrif á tíðahringinn Testósterón myndast í eistum og stjórnar myndun sáðfruma Skjaldkirtilshormón stjórna vexti, þroska og efnaskiptum líkamans Efnaskipti líkamans eru myndun og eyðing orkugjafa Adrenalín er hormón sem verður til í streituvaldandi aðstæðum Það hjálpar til við að flýja undan hættu og að hlaupa hraðar en annars Hormónin myndast í nýrnahettum, fyrir ofan nýrun Ef fólk er undir stöðugu álagi getur hormónið verið í of miklu magni í líkamanum til lengri tíma Við þær aðstæður getur fólki liðið mjög illa og upplifað líkamlega streitutengda kvilla Í hluta heilans sem kallast heiladingull myndast ýmis hormón, til dæmis vaxtarhormón Þau segja til um það hversu hávaxið fólk verður Í brisi verður m a til insúlín sem hefur áhrif á sykurstjórnun líkamans Ef framleiðsla á insúlíni í líkamanum raskast geta einstaklingar fengið sykursýki
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=