Náttúrulega 2

46 Náttúrulega 2 │ 2. kafli VÖNDUM VALIÐ Til eru lögleg efni sem eru skaðleg, sérstaklega ef þau eru notuð í óhófi Þess vegna er mikilvægt að þekkja virkni þeirra og mögulega skaðsemi Þetta er mikilvægt til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir líkamlega og andlega heilsu og vellíðan Meðal þess sem veldur erfiðleikum við notkun þessara efna er að þau geta verið mjög ávanabindandi sem getur gert erfitt fyrir fólk að hætta að nota þau Koffín Fólk sækir í koffín vegna þess að það hefur örvandi áhrif á líkamann, örvar heilann og eflir vökuástand Neikvæðar aukaverkanir eru samt sem áður margar, s s svefnleysi, kvíði, pirringur og hraður hjartsláttur Mikilvægt er því að gæta hófsemi þegar kemur að neyslu koffíns Þetta á bæði við um kaffi og orkudrykki ORKUDRYKKUR KOFFÍN Reykingar, veip og munntóbak Nikótín er eitt af þeim efnum sem finnst í tóbaki eins og sígarettum, munntóbaki og mörgum gerðum af veipi Það hefur slakandi áhrif á líkamann Tóbak eykur líkurnar á flestum tegundum krabbameins og veldur hækkun á hjartslætti og blóðþrýstingi Fleiri skaðleg efni finnast í sígarettum, rafrettum og munntóbaki Í þeim hafa einnig fundist krabbameinsvaldandi efni Áfengi Þegar fólk drekkur áfengi hættir það oft að hafa áhyggjur af félagslegum hömlum en áfengi getur aukið eða minnkað ýmsar tilfinningar Samt sem áður þarf að hafa varann á því skert dómgreind, þvoglumælgi, óstöðugt göngulag, hægari viðbrögð og stjórnlausar tilfinningar eru á meðal neikvæðra aukaverkana

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=