45 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Lykilatriði fyrir íþróttafólk sem vill ná árangri er að ná góðum svefni, nærast vel og drekka nægan vökva Öll atriði verða að vera til staðar til að eiga möguleika á að ná sem bestum árangri Við ættum að borða ávexti og grænmeti daglega Í þeim eru mikilvæg vítamín, steinefni og trefjar sem eru líkamanum nauðsynleg Í ávöxtum eru einnig kolvetni Baunir, hnetur, fræ og grænt grænmeti inniheldur prótín, trefjar og ýmis vítamín Fiskur, egg, mjólkurvörur og kjöt er ríkt af prótínum og vítamínum Takmarka ætti unnar kjötvörur og borða rautt kjöt í hófi Heilkorn eru rík af trefjum, vítamínum og steinefnum Flestum er ráðlagt er að velja heilhveiti, rúg, bygg, gróft spelt, hafra, híðishrísgrjón og þess háttar í stað þess að nota fínunnar vörur eins og hvítt hveiti Í fitu má finna mikilvægar fitusýrur en ekki er öll fita jafngóð Mikilvægt er að fólk velji hollari mjúka fitu sem er í feitum fiski og jurtaríkinu, t d í hnetum, fræjum, lárperum og jurtaolíum Gott getur verið að leita að skráargatinu á umbúðum matvæla Það vísar okkur á mat sem inniheldur hollari fitu, meira af heilkorni, minni sykur og minna salt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=