Náttúrulega 2

44 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Við getum gert ýmislegt til að styðja við góða líkamsstarfsemi Hreyfing og góð næring gegnir lykilhlutverki Fjölbreytt, næringarrík og lítið unnin fæða er æskilegt val Best er að fæðan sé sem náttúrulegust með litlu af viðbættum sykri og aukaefnum Helstu næringarefnin eru prótín (byggingarefni fyrir líkamann), fita (orkugjafi), kolvetni (orkugjafi) ásamt mörgum gerðum vítamína og steinefna Í hinum ýmsu fæðutegundum eru mismunandi næringarefni þannig að mikilvægt er að borða fjölbreytta fæðu til að líkaminn fái öll næringarefni sem hann þarf til að starfa rétt Trefjar eru einnig mikilvægar í fæðunni vegna þess að þær hjálpa til við meltinguna Við getum flest stundað alls konar hreyfingu og mismunandi hvað hver og einn velur Hreyfing er mikilvæg til að viðhalda starfsemi líffærakerfa líkamans Vöðvar okkar myndu til dæmis hrörna ef við hreyfðum okkur ekki Til viðmiðunar er gott að velja sér þannig hreyfingu að við finnum hjartað slá örar og svitnum örlítið, helst daglega VELJUM GÓÐA NÆRINGU OG HREYFINGU Geimfarar nota vöðvana minna í þyngdarleysi og þurfa að passa upp á að hreyfa sig til að halda vöðvum sínum við

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=