Náttúrulega 2

41 Náttúrulega 2 │ 2. kafli HEILBRIGÐI, HORMÓN OG HREINSIKERFI HREINSISTÖÐVAR LÍKAMANS Í líkamanum eru líffæri sem stundum eru kölluð hreinsistöðvar líkamans Þetta eru lifrin og nýrun Hlutverk þeirra er að hreinsa óþörf og skaðleg efni úr líkamanum og losa okkur við þau Lifrin er stærsta líffærið inni í líkamanum en hún vegur um 1,4 kg í fullorðnum einstaklingi Lifrin er afkastamikil en á hverri mínútu hreinsar hún rúmlega lítra af blóði Í blóðinu eru ýmis gagnleg efni sem líkaminn þarfnast en í því eru líka efni sem líkaminn þarfnast ekki Lifrin sundrar efnum sem eru óþörf eða skaðleg og sendir áfram til nýrnanna Lifrin býr til gall sem er efni sem hjálpar okkur að melta fitu Gall er geymt í gallblöðru og er losað eftir þörfum inn í meltingarkerfið Þurfa óæskilegu efnin ekki að komast út úr líkamanum? Lifrin er hægra megin, neðarlega í brjóstkassanum og við neðstu rifbeinin Hvað gerir líkaminn við óæskileg efni? Ræðum saman Hvað veist þú um hormón? Hvað gerir ónæmiskerfið? Hvað getur þú gert til að auka líkurnar á heilbrigðu lífi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=