38 Náttúrulega 2 │ 2. kafli BRAGÐ Tungan er að mestu leyti vöðvi Miðað við stærð er tungan sterkasti vöðvinn í líkamanum Tungan sér um að flytja fæðu til í munninum til þess að geta tuggið hana Í hefðbundinni tungu eru um 3 000 bragðlaukar Bragðlaukarnir eru örsmáir og dreifðir út um alla tunguna Í hverjum bragðlauk eru u þ b 50–100 bragðskynnemar Bragðskynnemarnir skynja bragðið Tungan er einnig mikilvæg til þess að einstaklingar geti gefið frá sér hljóð og talað Vísindamenn eru ekki sammála um hvar á tungunni við skynjum bragðtegundirnar Sumir telja að öll tungan geti skynjað þær allar en aðrir að tungan skynji bragðtegundir eftir svæðum Þetta er eitt dæmi um hvað líkaminn getur verið flókið rannsóknarefni Kíktu í spegil eða fáðu einhvern til þess að reka út úr sér tunguna Á tungunni eru margir litlir hnúðar og á þeim má finna bragðlauka! Taktu til sítrónusafa, saltvatn og sykurvatn og settu í þrjú aðskilin glös Settu eyrnapinna í eitt glasið og bleyttu vel í bómullar hlutanum Settu síðan blauta endann á bragðlaukana á tungunni Prófðaðu mismunandi staði á tungunni Finnst þér sem rannsakanda að ákveðnir hlutar á tungunni nemi bragðið betur en aðrir? Allir hafa sitt eigið „tungufar“ eins og fingrafar. Vissir þú? PRÓFAÐU! TUNGA OG BRAGÐ TILRAUN
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=