33 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Af hverju eru einstaklingar taldir fullorðnir 18 ára ef skynsemishluti heilans er ekki fullþroskaður þá? Höfuðkúpan er sterkt bein sem ver heilann gegn skaða Þegar við notum hraðskreið farartæki er mikilvægt að vera með viðeigandi hlífðarbúnað Í bílum eru innbyggð öryggiskerfi eins og öryggisbelti og loftpúðar Á hjólum, hlaupahjólum, vespum og öðrum sambærilegum farartækjum er ekki innbyggður hlífðarbúnaður Því er hjálmur mjög mikilvægur Heilinn er lykillíffæri dýra en erfitt er að laga skemmdir sem verða á honum Hjálmurinn býr til auka vörn fyrir heilann Börn eru líklegri til að vilja fara í rússíbana en foreldrar þeirra Ástæðan er sú að framheilinn er þroskaðri hjá fullorðnu fólki heldur en börnum Heili fullorðinna er því líklegri til að meta áhættur skynsamlega og jafnvel ofhugsa þær Skynsemishluti heilans nær ekki fullum þroska fyrr en eftir tvítugt VAXANDI SKYNSEMI HEILAPÚL
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=