28 Náttúrulega 2 │ 2. kafli TAUGAKERFIÐ Taugakerfið samanstendur m a af taugum semdreifast um allan líkamann Þær tengjast saman og senda skilaboð um hann allan Heilinn, mænan og taugar mynda í sameiningu taugakerfið Skynnemar í húð, líffærum og skynfærum senda skilaboð til heilans sem metur síðan hvað á að gera Þegar við göngum er það heilinn sem tekur ákvörðun um að fara af stað og sendir skilaboð til hægri fótar um að taka skref og svo vinstri og svo koll af kolli Á sama tíma eru augu, eyru, nef og skynnemar í húð að senda upplýsingar um aðstæður í umhverfinu Því fleiri sem skynnemarnir eru þeim mun næmara er svæðið Skynnemar nema meðal annars hita, kulda og þrýsting Þessi skilaboð sem send eru um líkamann kallast taugaboð Heilinn getur tekið á móti mörgum taugaboðum í einu og er stöðugt að senda skipanir um allan líkamann og á milli svæða í heilanum Oft eru mörg skilaboð send í einu Bruni er dæmi um taugaboð sem ekki fer alla leið upp í heila Þegar við snertum eitthvað heitt með fingrinum fara skilaboðin frá skynnemunum í húðinni upp handlegginn og inn í mænuna sem sendir skilaboð sömu leið niður í fingurinn um að hann eigi að fara frá hitanum Hver eru skynfærin? Það eru bragð, heyrn, lykt, sjón og snerting. Ræðum saman Þekkir þú hlutverk heilans? Af hverju skiptir máli að nota hjálm? Hvað notar maðurinn til að skynja umhverfi sitt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=