Náttúrulega 2

26 Náttúrulega 2 │ 1. kafli SAMANTEKT • Plöntur eru frumbjarga lífverur sem búa til eigin næringu með ljóstillífun • Plöntur samanstanda af rót, stofni, laufblöðum og í sumum tilfellum blómum • Fræplöntur fjölga sér með fræjum og skiptast gróflega í blómjurtir og barrtré • Gróplöntur fjölga sér með gróum og skiptast í byrkninga og mosa • Lífvana þættir eru hlutir sem finnast í vistkerfi og hafa áhrif á það Lífvana þættir hafa aldrei verið lifandi Lífsferill plöntunnar • Ísland er frekar hrjóstugt land Aðeins fjórðungur þess er þakinn gróðri • Hér á landi eru fáar tegundir villtra pantna vegna þess hve erfitt er fyrir gróður að berast hingað Íslensk náttúra • Sveppir geta ekki ljóstillífað og eru því háðir öðrum lífverum um næringu • Sveppir lifa gjarnan í samlífi með öðrum lífverum • Fléttur eru samlífisform sveppa og þörunga • Til eru margar gerðir góðra matsveppa en sveppir geta líka verið eitraðir • Myglusveppir geta valdið okkur skaða, t d mygla í brauði og húsum Myglusveppir geta líka hjálpað okkur, t d pensillín Sveppir og fléttur • Þörungar eru yfirleitt ljóstillífandi lífverur sem búa gjarnan í vötnum og sjó • Til eru græn-, brún- og rauðþörungar • Til eru ýmsar gerðir þörunga, sumir eru agnarlitlir svifþörungar (plöntusvif) en aðrir stórir botnþörungar (þari) Þang og þari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=