24 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Víðir er trjátegund sem finnst víða á Ísland en víðir getur lifað af í rökum og köldum jarðvegi Margar víðitegundir hafa komið sér fyrir á Íslandi en sumar þeirra eru þekktar fyrir að birtast á svæðum sem hætt er að nota sem beitilönd Hundasúra er planta sem margir kannast við að hafa smakkað í æsku Hún er frekar næringarsnauð Hún þekkist á lögun sinni en laufblöðin eru útstæð Túnfífill er algeng jurt á Íslandi en hann getur vaxið við ýmis vaxtarskilyrði Margir telja túnfífilinn til illgresis og vilja gjarnan losna við hann úr görðum sínum Áður fyrr var túnfífillinn notaður á ýmsan hátt, til fæðu, lækninga og til litunar Hægt er að nýta rótina, blöðin og blómið sjálft Í dag eru fáar manneskjur sem nýta túnfífilinn en hún er mikilvæg fæða fyrir ýmis smádýr Þegar fífillinn hefur blómgast lokar hann körfu sinni þar til fræin eru þroskuð Þá kallast hann biðukolla og geta fræin borist langar leiðir með vindi og jafnvel dýrum TÚNFÍFILL – TIL MÆÐU EÐA NYTJA?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=