Náttúrulega 2

23 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Reynitré finnst víða á stangli hér á landi Fuglar éta berin og dreifa þannig fræjum um allt Furutré eru sígræn barrtré og ýmis afbrigði til af þeim Stafafura er orðin nokkuð algeng hér á landi en henni hefur verið plantað víða um land Hún er harðger og er sumstaðar farin að sá sér sjálf Sortulyng er misalgengt eftir landshlutum Aldinin sem vaxa á því eru algeng fæða músa en fólk getur fundið fyrir eitrunaráhrifum ef borðað er of mikið af þeim Blóðberg er algengt á ýmsum svæðum, bæði á láglendi og hálendi landsins Það þrífst t d á melum, klettum og þurru mólendi Blóðberg er kryddjurt sem hentar t d í te Krækilyng vex mikið á berangri og er ein af algengari jurtum hér á landi Fólk hefur nýtt krækiber lengi bæði sem fæðu og til litunar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=