21 Náttúrulega 2 │ 1. kafli ÍSLENSK NÁTTÚRA Staðsetning Íslands og fjarlægð þess frá öðrum löndum hefur gert það að verkum að tiltölulega fáar tegundir dýra og plantna hafa borist hingað með náttúrulegum leiðum Gróður sem einkennir Ísland eru lágvaxnar plöntur og frekar fáar tegundir villtra plantna Láglendi Íslands er nokkuð gróið en eftir því sem farið er hærra yfir sjávarmál er minna um gróður Stór hluti Íslands er hálendi og aðeins fjórðungur landsins í heild er þakinn gróðri Ísland telst því frekar hrjóstrugt land Margir þættir hafa áhrif á þróun gróðurfars Fyrst má nefna áhrif mannkyns en á Íslandi var talsvert meira af villtum gróðri við landnám en er í dag, sérstaklega birki Fólk hjó niður viðinn og beitti búfénaði á landið sem varð til þess að gróður minnkaði Mannkynið hefur ekki eingöngu haft neikvæð áhrif á gróðurfar á Íslandi en margir hafa unnið að uppgræðslu landsins, t d með skógrækt Ekki er eingöngu notast við íslenskar tegundir heldur hafa ýmsar tegundir trjáa og plantna verið fluttar inn frá öðrum löndum Mikilvægt er að hafa í huga að plönturnar passi í þau vistkerfi sem þeim er plantað í Gróðurfar stjórnast ekki aðeins af áhrifum fólks Jarðvegur og veðurfar hefur mikið að segja og er ýmislegt á Íslandi sem hefur hamlandi áhrif á vöxt gróðurs Hér er t d úthafsloftslag og mikið af hrauni vegna gosvirkni Ræðum saman Þekkirðu heiti á einhverjum plöntum á Íslandi? Sérðu stundum sömu plöntur oft og langar að vita hvað þær heita? Hefur þú borðað einhverjar plöntur sem finnast í náttúrunni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=