Náttúrulega 2

20 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Græn-, brún- og rauðþörungar eru heilkjarna sem þýðir að þeir hafa frumukjarna Bláþörungar eru ólíkir öðrum þörungum þar sem þeir eru dreifkjörnungar Það þýðir að þeir hafa engan frumukjarna Oftast eru bláþörungar því flokkaðir með bakteríum og eru einnig kallaðir blábakteríur Blábakteríur geta einnig ljóstillífað en talið er að þær hafi umbreytt andrúmslofti Jarðar fyrir u þ b þremur milljörðum ára Með tilkomu súrefnisins varð til svigrúm fyrir þróun fjölbreyttra lífvera sem þurfa á súrefni að halda Blábakteríur eru ótrúlega lífseigar og geta lifað við mjög erfiðar og ólíkar aðstæður Þær hafa meðal annars fundist í heitum hverum, mjög þurrum svæðum og umhverfi sem er mjög salt eða súrt Lengi hafa fjöruþörungar verið nýttir til matar á Íslandi Þörungarnir eru stútfullir af næringarefnum og eru einnig mjög umhverfisvæn fæða Við nýtum þessa fæðu ekki eins vel og við gætum en munum vonandi nýta hana meira í framtíðinni Dæmi um matþörunga eru söl sem gjarnan eru borðuð þurrkuð og purpurahimna (nori) sem mikið er notuð í sushi Þörungar eru því notaðir til matar en eru líka algengir í snyrtivörur, lyf, tannkrem og fleira BLÁÞÖRUNGUR / BLÁBAKTERÍA OFURFÆÐA HEILAPÚL HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=