Náttúrulega 2

19 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Beltaskipting þörunga Lífverur skipta sér gjarnan á mismunandi svæði í vistkerfinu Þær aðlagast mismunandi aðstæðum og eru þá síður í samkeppni hver við aðra Það á einnig við um þörunga Grænþörungar eru í efstu lögum sjávarins, síðan koma brúnþörungar og loks rauðþörungar sem hafa eiginleika til að vaxa á mesta dýpinu Þarar eru stórir brúnþörungar Þeir einkennist af því að hafa vel aðgreindan stilk með blöðku og festusprotum sem festa hann við hafsbotninn Sumir þarar geta orðið mjög stórir og mynda jafnvel þaraskóg saman Rauðþörungar geta vaxið á meira dýpi en aðrir þörungar eða á u þ b 250 m dýpi Auk blaðgrænu hafa þeir rautt litarefni sem hjálpar þeim að beisla orku sólar þrátt fyrir að vera á miklu dýpi Grænþörungar eru yfirleitt efst í fjörunni Þang eru brúnþörungar sem vaxa í fjörum með föstu undirlagi eins og grjóti og klöppum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=