Náttúrulega 2

18 Náttúrulega 2 │ 1. kafli ÞANG OG ÞARI Ræðum saman Hvað eru þörungar? Hefurðu skoðað þang og þara í fjörunni? Hefurðu prófað að borða þörunga? Þörungar eru samheiti yfir alls konar frumbjarga lífverur sem finnast m a í sjó og vötnum Flestir eru með grænukorn og geta því ljóstillífað Sumir þörungar eru í yfirborðslögum sjávar og vatna og kallast plöntusvif (svifþörungar) Aðrir þörungar liggja á botninum og kallast einfaldlega botnþörungar Flestir þörungar nýta orku sólarinnar til að búa til næringu rétt eins og plöntur Þeir nærast einnig á alls konar efnum og söltum í sjónum Þess vegna skipta umhverfisaðstæður í hafinu eins og hafstraumar og blöndun sjávar miklu máli til að þörungar geti fjölgað sér og dafnað Þörungar eru gjarnan flokkaðir eftir lit í grænþörunga, brúnþörunga og rauðþörunga en ýmsar tegundir falla undir hvern lit Þeir fjölga sér annaðhvort með einfaldri frumuskiptingu eða kynæxlun Þörungar geta verið agnarlitlir ein- eða fjölfrumungar sem sjást ekki með berum augum nema þeir komi margir saman Brún- og rauðþörungar hafa oft frumuvef sem líkist plöntum og verða því talsvert stærri Þetta eru botnþörungar sem flestir geta fest sig á klöppum og stórgrýti Flestir kannast við þang og þara en það eru stórir brún- eða rauðþörungar Plöntusvif er sambú margra svifþörunga sem svífa við yfirborð sjávar eða vatna Svifþörungar sjást aðeins með berum augum þegar mikið af þeim safnast saman Þörungar framleiða mjög mikið af því súrefni sem við öndum að okkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=