15 Náttúrulega 2 │ 1. kafli SVEPPIR OG FLÉTTUR Sveppir tilheyra svepparíki Þeir geta ekki ljóstillífað eins og plöntur og eru því ófrumbjarga lífverur Það þýðir að þeir eru háðir öðrum lífverum til að fá næringu Þeir draga næringuna í sig úr umhverfinu með þráðum og framleiða efni sem brjóta hana niður Sveppir eru mikilvægir sundrendur í vistkerfum Þeir eru rotverur sem stuðla að rotnun dauðra plantna og dýra Sveppir fjölga sér með gróum en gró geta borist á milli staða með vindi, dýrum, plöntum og jafnvel jarðvegi Ræðum saman Borðar þú sveppi? Hvaða sveppi má borða? Eru sveppir plöntur? Hvaða hlutverki gegna sveppir í náttúrunni? Eru sveppir plöntur? Sveppir hafa ekki sömu eiginleika og plöntur, t.d. geta þeir ekki ljóstillífað.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=