12 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Blóm eru æxlunarfæri blómplantna Þar má finna karl- og kvenkyns æxlunarfærin Frævillinn er karlhluti plöntunnar og frævan kvenkyns Frjókorn, sem sumir eru með ofnæmi fyrir, fara frá frævlinum til frævunnar og við það verður til fræ Blóm geta bæði frævað sig sjálf og önnur blóm Sumar plöntutegundir hafa þróast þannig að karl- og kvenæxlunarfærin þroskast ekki á sama tíma svo hún frjóvgi sig ekki sjálf Skordýr, til dæmis býflugur, og vindur sjá um að flytja frjókorn á milli blóma Brokkolí og blómkál eru dæmi um blóm sem maðurinn borðar Plöntum má skipta í tvo flokka eftir því hvernig þær fjölga sér, þ e fræplöntur og gróplöntur Fræplöntur fjölga sér með fræjum og skiptast gróflega í blómjurtir og barrtré Flestar blómplöntur eru gjörólíkar trjám Þau eru flest svipuð í útliti en blómplöntur finnast í margvíslegum litum og ilma yfirleitt vel Margir sjá þær einungis sem skraut í náttúrunni og á heimilum en mikið af mat kemur frá blómplöntum Hveiti, hrísgrjón, kartöflur, grænmeti, olíur, ávextir og bómull í fötunum eru allt afurðir eða hluti af blómplöntum Barrtré eru með elstu núverandi lífverum á jörðinni og skiptast m a í greni, þin og furu Þau hafa aðlagast snjóþungum vetrum með skáhallandi hliðum sínum þannig að snjórinn rennur af trjánum Barrtré mynda köngla þar sem þau geyma fræin sín Það hafa barrtré gert í mörg hundruð milljón ár Fræin eru vel geymd í könglunum Köngull Fræ Fræ
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=