132 Náttúrulega 2 │ 5. kafli SAMANTEKT • Íslendingar hafa lengi vel treyst á auðlindir hafsins • Mikið af úrgangi og spilliefnum enda í hafinu af mannavöldum með alvarlegum afleiðingum fyrir vistkerfið allt • Fjörur liggja að landi og frá þeim tekur landgrunnið við Þar er sjórinn grynnri en 200 m Brött landgrunnshlíð tekur við af landgrunninu • Lífverur laga sig að mismunandi svæðum í hafinu • Í hafinu má finna mun á árstíðum líkt og á landi Hafið • Vatn er í stöðugri hringrás, gufar upp frá sjó eða landi og myndar ský Skýin berast áfram og þéttast þar til rignir eða snjóar Vatnið berst síðan áfram og endar aftur í sjónum • Vatn er auðlind sem þarf að vernda Hringrás vatns • Ísland er ríkt af ferskvatni Stöðuvötn, ár og lækir þekja u þ b 1,5% af Íslandi • Mesta lífið í ferskvatni er við yfirborðið þar sem sterkasta birtan er þar Eftir því sem neðar er farið minnkar lífríkið • Lífverur stöðuvatna eru plöntusvif, dýrasvif, botndýr og sunddýr ásamt vatnafuglum og vatnaplöntum Ferskvatn • Allt í umhverfi okkur er búið til úr frumefnum • Efnasamband er samblanda efna sem er alltaf eins og hefur því efnaformúlu • Efnablanda er samblanda efna sem er ekki alltaf eins og hefur því ekki efnaformúlu • Ein eining af frumefni kallast frumeind • Hversu súrt eða basískt efni er ákvarðast af sýrustigi eða pH gildi • Efni eru súr ef sýrustig þeirra er á bilinu 1–6, hlutlaus ef sýrustigið er 7 og basísk ef sýrustigið er rúmlega 7–14 Efnafræði
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=