Náttúrulega 2

129 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Efni geta verið á mismunandi formi: föstu, fljótandi og sem lofttegund Ferlið þegar efni breytir um form kallast hamskipti Eftir því sem efni hitna hreyfast sameindirnar í þeim hraðar og þá breytist hamurinn Hitastigið þar sem efni fara úr því að vera fast efni og í fljótandi kallast bræðslumark Hitastigið þar sem efni fara úr því að vera fljótandi og í lofttegundir kallast suðumark Inni í hverri frumeind eru öreindir sem kallast rafeindir, róteindir og nifteindir Róteindir eru jákvætt hlaðnar og eru táknaðarmeð + Rafeindir eru neikvætt hlaðnar og eru táknaðar með - Nifteindir eru óhlaðnar og táknaðar með 0 Númer frumefna eða sætistala er ákvörðuð eftir fjölda róteinda í hverri frumeind Kolefni er með 6 róteindir og er þess vegna númer 6 í lotukerfinu Róteindir eru fastar inni í kjarna frumeindar með nifteindunum sem hefur áhrif á massa frumeindarinnar en ekki hleðslu Rafeindir eru léttar og ferðast í kringum kjarnann með róteindum og nifteindum Þær eru svo léttar að massi þeirra hefur ekki áhrif á massa frumeindarinnar þegar hann er námundaður Rafeindir geta færst á milli frumeinda, t d þegar hár verður rafmagnað, kveikt er á ljósaperu eða norðurljós kvikna HVAÐ ER INNI Í FRUMEIND? HEILAPÚL Rafeind Róteind Nifteind

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=