Náttúrulega 2

128 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Nokkur algeng frumefni og efnatákn þeirra: Kolefni – C Silfur – Ag Flúor – F Blý – Pb Súrefni – O Klór – Cl Ein eining af frumefni kallast frumeind Hvert og eitt frumefni á sína tegund af frumeind Þær þekkjast af stærð og massa en hver og ein gerð frumeinda er einstök Þegar frumeindir tengjast saman verða til sameindir Sameindir eru oft gerðar úr mismunandi frumeindum Algeng sameind er hreint vatn sem eru tvær vetnisfrumeindir og ein súrefnisfrumeind tengdar saman Tákn fyrir vetni er H og tákn fyrir súrefni er O Efnaformúlu vatns má því skrá H2O en hana má lesa sem 2 H-frumeindir og 1 O-frumeind Aðrar þekktar sameindir eru salt sem er ein natríumfrumeind og ein klórfrumeind Efnaformúla fyrir salt er NaCl, eða ein Na-frumeind og ein Cl-frumeind Sameindir geta breyst og við það hverfa sum efni og önnur myndast Þegar kveikt er á kerti brennur kertið og svo virðist sem það hverfi Það hverfur samt ekki þar sem allar frumeindirnar verða að nýjum sameindum Vaxið og súrefni í loftinu breytast í vatn, sót og koltívsýring Vatn Súrefni Vetni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=