Náttúrulega 2

11 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Laufblöð hafa það hlutverk að fanga eins mikið sólarljós og plantan þarf til að búa til alla nauðsynlega næringu Þau eru flöt svo að sólargeislarnir skíni á sem stærstan flöt Ofan á laufblöðunum er að finna blaðgrænuna sem sólarorkan fer inn um en undir þeim eru loftaugu Loftaugu eru agnarsmá göt sem minna á varir, þar sem plantan tekur inn koltvíoxíð og losar út súrefni Einnig má finna þar örfínar æðar sem sjá um að flytja vatn og næringu um plöntuna Fólk borðar lauf sumra plantna t d kál en þau eru einnig fæða ýmissa annarra dýra Stofn eða stilkur plantna er stífur vegna þess að frumurnar hafa plöntuveggi Stofninn hefur það hlutverk að halda plöntunni uppréttri Um hann liggja margar æðar því þaðan er vatn flutt til laufblaðanna svo hægt sé að búa til næringu Næringuna nýtir plantan til að stækka og verða sterkari Fólk borðar stofn sumra plantna, t d af rabarbara og spergli sem sumir þekkja sem aspas Rótin festir plöntuna á sínum stað og safnar vatni og mikilvægum steinefnum og flytur upp í stofninn Sumar rætur búa til orkugeymslur fyrir plöntuna Mann- fólkið er mjög hrifið af þessum orkugeymslum því þær eru stundum sætar og bragðgóðar og oft næringarríkar Þetta eru til dæmis kartöflur, rófur og gulrætur Blóm Rót Stofn Laufblöð Hvað ætli finnist margar gerðir laufblaða og blóma á skólalóðinni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=