122 Náttúrulega 2 │ 5. kafli HRINGRÁS VATNS Vatn er ein mikilvægasta auðlind Jarðar Það finnst á þrenns konar formi, þ e fljótandi (vatn), frosið (ís) og lofttegund (gufa) Vatn er í stöðugri hringrás Það gufar upp úr sjó eða af landi og myndar ský þegar vatnsgufan þéttist í hárfína vatnsdropa Skýin eru safn af gríðarlega mörgum örlitlum vatnsdropum Skýin færast til og stundum geta vatnsdroparnir í þeim farið að rekast á Þá stækka þeir og verða svo þungir að þeir falla úr skýjunum sem rigning eða snjókoma Vatnið streymir síðan áfram og endar aftur í sjónum Á Íslandi er mikið af fersku vatni, sérstaklega miðað við aðra staði á Jörðinni Vatn er auðlind og okkur ber að fara vel með það eins og aðrar auðlindir Bæði eigum við að fara sparlega með vatnið en einnig eigum við að gæta þess að það mengist ekki Ef við gerum það ekki getur það haft alvarleg áhrif á Jörðina okkar og allt sem þar lifir Á Íslandi notar hver einstaklingur rúmlega 600 lítra af vatni á dag! Það er með því mesta sem gerist í heiminum Mengun vatns má að mestu leyti rekja til athafna mannfólks Mengunin verður meðal annars vegna landbúnaðar, áburðar, skordýraeiturs, úrgangs frá iðnaði sem losar úr skaðleg efni og skólpkerfa sem ekki hefur góðan hreinsibúnað Vatnið sem er á Jörðinni í dag er sama vatn og var þar þegar risaeðlurnar voru uppi. Ástæðan er sú að vatnið hefur verið í hringrás frá upphafi og sú hringrás mun halda áfram um ókomna tíð! Ótrúlegt en satt!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=