120 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Ísland er ríkt af ferskvatni Lækir og ár eru stundum kölluð straumvötn Þar flæðir vatnið niður í móti og er því stöðugt á hreyfingu Straumur er háður vatnsmagni og getur verið breytilegur milli árstíða Stöðuvötn geta verið stór og djúp en einnig lítil og grunn Lítil stöðuvötn eru oftast kölluð tjarnir Stöðuvötn, ár og lækir þekja u þ b um 1,5% af Íslandi Ferskvatn þekur þó minna en 1% af yfirborði jarðar Mesta lífið í ferskvatni er við yfirborðið því þar er mesta birtan Eftir því sem farið er neðar minnkar lífríkið Hlýrra vatn flýtur ofan á kaldara vatni og því getur munur á hitastigi verið meiri á sumrin þegar sólin hitar yfirborðsvatnið enn meira LÍFVERUR STÖÐUVATNA Plöntusvif er frumframleiðandi og er því neðst í fæðukeðju Það þarf sólarljós til að ljóstillífa Dýrasvif eru einkum krabbadýr svo sem vatnaflær og krabbaflær Botndýr lifa við stöðugt hitastig og sum þeirra þurfa ekki mikla birtu Sumar tegundir botndýra lifa á rotnandi lífveruleifum sem falla á botninn Botndýr eru meðal annars krabbar, liðormar, vatnabobbar og vatnaskeljar FERSKVATN Ræðum saman Hvaða stöðuvötn þekkir þú? Hefur þú smakkað bleikju? Hefur þú skoðað lífverur í tjörn eða á? Hvernig ferskvatn er nálægt þínum skóla eða heimili? Til er grænþörungur sem myndar bolta og kallast kúluskítur. Kúluskítur er mjög sjaldgæfur en finnst í Mývatni. Vissir þú? Mengun olli því að hann hvarf næstum úr vatninu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=