119 Náttúrulega 2 │ 5. kafli HAFÍS Eins og nafnið gefur til kynna er hafís einfaldlega ís sem flýtur á hafinu Saltið í sjónum verður til þess að mikinn kulda þarf til að hann frjósi Vegna hlýrra hafstrauma við Ísland verður sjaldan nógu kalt til að hafís myndist við strendur landsins Hann myndast þó töluvert við Grænlandsstrendur og stundum flýtur sá hafís hingað til Íslands Hafís getur verið hættulegur skipum þar sem einungis toppurinn á ísjakanum stendur upp úr sjónum en meirihluti hans er neðansjávar Í einstaka tilfellum hafa ísbirnir komið á land á Íslandi með hafís sem rekið hefur til landsins Ísalt vatn er vatn sem er saltara en ferskvatn en ekki eins salt og sjór Ísalt vatn verður til þegar ferskvatn blandast sjónum, t d á strönd þar sem á rennur út í sjó Slík svæði kallast árósar Stundum geta föst efni blandast saman við vökva Vökvi sem hægt er að blanda efni við kallast ómettuð lausn Salt eða sykur eru dæmi um efni sem hægt er að blanda saman við ómettaða lausn, s s vatn Þegar hægt er að leysa meira efni upp í vökvanum telst lausnin ómettuð en þegar efnið hættir að leysast upp í vökvanum og sest á botninn telst lausnin orðin mettuð Prófaðu að setja vatn í glas Hrærðu einni teskeið í einu af salti eða sykri í vatnið Þegar þú sérð að saltið er hætt að leysast upp í vatninu og sest á botninn veistu að lausnin er mettuð PRÓFAÐU! METTUÐ OG ÓMETTUÐ LAUSN TILRAUN
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=