10 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Sumargrænar plöntur verða fyrir áhrifum árstíðanna Á haustin fer að kólna og þá byrja plönturnar að undirbúa sig fyrir veturinn Það gera þær með því að hætta að framleiða grænukorn sem gera plöntuhluta græna Við það breytast grænu litatónarnir í gula, appelsínugula og jafnvel rauða og trén fara að fella laufið Yfir veturinn eru sumargrænar plöntur t d flest tré, án laufblaða og því ber Þar sem plönturnar hafa takmarkað aðgengi að vatni á þessum árstíma vegna frosts í jörðu er starfsemi plantnanna í lágmarki Lífverurnar fara því í nokkurs konar vetrardvala Þegar vexti trjáa líkur um haust myndast brum en það er það síðasta sem planta gerir fyrir vetrardvalann Þegar aftur fer að hlýna eftir veturinn byrjar brumið að þrútna og springa út Þetta eru fyrstu skref í myndun nýrra laufa Mörgum þykir brum vera vorboði eins og lóan Eftir því sem líður á vorið spretta fram ný og falleg laufblöð Brátt er tréð alsett fallegum laufblöðum sem ljóstillífa Plantan nýtur sumarsins og sólarinnar til að framleiða næringu áður en það fer að hausta á ný Þegar tré vaxa myndast svokallaðir árhringir Sá yngsti er næst berkinum (yst) og elsti er í miðjunni Þetta gerist vegna þess að í byrjun sumars er vöxtur hraður og nýjar frumur í trénu eru stórar og víðar, þá myndast ljósir hringir Síðan hægir á vextinum og nýju frumurnar eru þrengri og með þykkan frumuvegg, þá myndast dökkir hringir Við getum því talið hversu gamalt tréð er með því að telja hringina, einn ljós og einn dökkur hringur mynda saman eitt ár í aldri trésins
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=