117 Náttúrulega 2 │ 5. kafli HAFIÐ DJÚPA HAFIÐ Hafið þekur ekki aðeins stærsta hluta Jarðar heldur getur það líka verið mjög djúpt Fjörur og strendur eru hluti hafsins sem liggja að landi Frá þeim tekur landgrunnið við sem er nokkurs konar framlenging af landinu neðansjávar Þar er sjórinn frekar grunnur eða ekki dýpri en 200 metrar Þar sem landgrunnið endar tekur við brött landgrunnshlíð Þaðan er um 3 til 6 km dýpt niður að djúpsjávarbotninum Sjórinn getur þó verið talsvert dýpri en það, en í honum eru djúp gljúfur sem ná allt að 11 km niður í Jörðina Lífverur sjávar hafa lagað sig að mismunandi aðstæðum í hafinu Við finnum ekki bara ólíkar lífverur á mismunandi svæðum heldur einnig á mismiklu dýpi Sem dæmi er heppilegast fyrir ljóstillífandi lífverur að vera ofarlega í hafinu til að hafa aðgang að sólarljósi á meðan aðrar lífverur geta lifað á hafsbotni við mikinn þrýsting og í algjöru myrkri Sólarljós Smá sólarljós Ekkert sólarljós
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=