Náttúrulega 2

115 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Það er áhugavert til þess að hugsa að hvalir eru spendýr en hákarlar fiskar Hvalir eru því skyldari okkur, manneskjum heldur en hákörlum! Eins og hjá okkur mannfólkinu ganga kvendýrin með fóstur í leginu Þegar afkvæmið er tilbúið til að fæðast ber kýrin og kálfurinn fær næringu hjá henni í gegnum spena fyrst um sinn Hákarlar geta eignast fleiri afkvæmi í einu, en egg þeirra klekjast ýmist út inni í líkama kvendýrsins eða fyrir utan, en það fer eftir tegundum Afkvæmin eru frekar þroskuð og sjálfbjarga þegar þau eru nýklakin og ekki veitir af þar sem þau njóta ekki verndar móður eins og kálfar hvala heldur þurfa þau að sjá um sig sjálf og afla sér fæðu upp á eigin spýtur Klessufiskur er djúpsjávarfiskur sem lifir á meira en 900 metra dýpi í hafinu við Ástralíu og Tasmaníu Hann er einstaklega vel aðlagaður að lífinu djúpt neðansjávar Hann hefur fá hörð bein, engan sundmaga og mjúkan hlaupkenndan líkama Sá mikli þrýstingur sem er á svona miklu dýpi heldur líkama fisksins saman Í sínu náttúrulega umhverfi lítur hann út eins og á myndinni til hægri En þegar hann lendir í netum veiðimanna sem kippa honum upp á yfirborðið blasir við okkur allt önnur sjón Fiskurinn verður fyrir mikilli og snöggri breytingu á þrýstingi þannig að þegar við sjáum hann er líkami hans afmyndaður FISKAR OG SPENDÝR KYNJAVERA Í HAFINU HEILAPÚL HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=