114 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Í hafinu í kringum Ísland hafa fundist vel yfir 300 tegundir fiska, sumar algengar en aðrar sjaldséðar Hér má sjá myndir af nokkrum algengum nytjafiskum við Ísland: Afar mikilvægt er að standa vörð um lífríki hafsins og að mörgu að huga Ýmiss konar úrgangur endar í hafinu af mannavöldum Mesta mengunin kemur frá landi, með frárennsli út í sjó eða sem loftborin mengun Einnig kemur einhver mengun frá skipum Lengi vel var haldið að sjórinn gæti tekið endalaust við úrgangi og spilliefnum frá okkur Á seinni árum hefur komið betur og betur í ljós hvaða áhrif þetta mikla magn hefur á heilbrigði lífvera sem búa í hafinu Við erum hluti af fæðukeðjunni og mengunin hefur líka slæm áhrif á okkur Mannfólkið þarf líka að gæta þess að veiða ekki meira en fiskistofnarnir þola til að viðhalda sér Á Íslandi er kvótakerfi sem segir til um hversu mikinn fisk má veiða en það á að koma í veg fyrir ofveiði Lax Þorskur Ýsa Loðna Steinbítur Þegar olía lekur út í sjó getur hún haft neikvæð áhrif á ýmsar lífverur Hér er fugl útataður í olíu Skjaldbökur og önnur dýr éta stundum plastpoka því þær ruglast á þeim og fæðu, t d marglyttum Við þetta getur meltingarvegurinn lokast og það getur dregið skjaldbökuna til dauða
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=