Náttúrulega 2

113 Náttúrulega 2 │ 5. kafli HAFIÐ LÍFRÍKI HAFSINS Hafið er stærsta vistkerfi jarðar enda þekur það rétt rúmlega 70% af yfirborði hennar Ísland er eyja og er þess vegna umkringt hafi Engan þarf því að undra að hafið hefur alla tíð verið mikilvægt fyrir Íslendinga Úr hafinu nýtum við ýmsar auðlindir, s s fisk og annað sjávarfang Við nýtum það bæði til eigin nota og einnig sem útflutningsvöru til annarra landa Þessi útflutningur er ein leið fyrir Íslendinga að skapa tekjur fyrir fólkið í landinu Hafstraumar í kringum Ísland flytja næringarefni sem gerir hafið umhverfis Íslands frjósamt og fullt af lífi Plöntusvif, þ e litlir þörungar, er grunnurinn að fæðuvef hafsins Það framleiðir orku með ljóstillífun og finnst ofarlega í hafinu þar sem birta nær að skína Svifið býr líka til súrefni semvið öndumað okkur enmikiðmagn af súrefni Jarðar kemur frá hafinu Næsti hlekkur fæðuvefsins er dýrasvif Það ljóstillífar ekki en fær næringu með því að éta plöntusvifið Dýrasvif eru agnarlítil krabbadýr af ýmsum tegundum Þau eru mikilvæg fæða fyrir alls konar dýrategundir hafsins af ólíkum stærðum og gerðum Lífverurnar tilheyra flóknum fæðuvef hafsins þar sem allar lífverur tengjast hver annarri á einn eða annan hátt Ræðum saman Hvað er hafið stór hluti af yfirborði jarðar? Borðar þú fisk? Hvernig fisk? Hversu djúpt getur hafið orðið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=