111 Náttúrulega 2 │ 4. kafli SAMANTEKT • Alheimurinn varð til í miklahvelli • Það verka þyngdarkraftar á milli allra hluta, það er eins og þyngdarkrafturinn togi í hluti • Snúningstími um möndul er sá tími sem það tekur plánetu að snúast einn hring í kringum sjálfa sig • Umferðartími um sólu er sá tími sem það tekur plánetu að snúast í kringum sólina • Miðbaugur skiptir Jörðinni í tvo hluta, þ e suðurhvel og norðurhvel • Möndulhalli er ástæða þess að árstíðir myndast á Jörðinni • Sól er lýsandi gashnöttur sem oftast er með reikistjörnur sem snúast í kringum sig Sólkerfið og sólin • Til eru mörg sólkerfi í heiminum en í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur • Reikistjörnur ferðast eftir sporbaugum í kringum sólina • Innri reikistjörnurnar í okkar sólkerfi eru Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars Þær eru nær sólinni en hinar ytri, eru frekar litlar, aðallega úr bergi og hafa fast yfirborð • Ytri reikistjörnurnar eru Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus Þær eru fjær sólinni en hinar innri, eru stórar og aðallega úr gastegundum og hafa því ekki fast yfirborð • Tunglið hefur áhrif á sjávarföllin þ e a s flóð og fjöru • Tunglið er eini fylgihnöttur Jarðar og er í u þ b 384 000 km fjarlægð frá henni Tunglið Sólkerfið okkar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=