9 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Árið skiptist í fjórar árstíðir: Haust, vetur, vor og sumar Árstíðirnar hafa talsverð áhrif á suman gróður bæði útlit og starfsemi lífveranna Plöntur sem verða ekki fyrir áhrifum árstíðanna kallast sígrænar af því að þær eru grænar allt árið Greni og fura eru dæmi um sígrænar plöntur sem sumir nota sem jólatré Sígræn tré búa yfir þeim eiginleika að geta komið í veg fyrir skaða af áhrifum frosts Vatnið gufar ekki upp í gegnum nálarnar og trén þurfa lítið vatn yfir veturinn Vegna frosts í jörðu ná plönturnar litlu vatni í gegnum ræturnar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=