105 Náttúrulega 2 │ 4. kafli ALÞJÓÐLEGA GEIMSTÖÐIN Alþjóðlega geimstöðin er stór gervihnöttur sem er á sporbaug um Jörðina Hún er stærsta manngerða fyrirbærið sem flogið hefur í geimnum, næstum jafnstórt og fótboltavöllur og er u þ b 400 tonn að þyngd! Alþjóðlega geimstöðin er vísindarannsóknarstofa sem hringsólar um Jörðina svo hægt sé að framkvæma tilraunir og rannsóknir bæði á geimnum og Jörðinni LOFTSTEINAR Loftsteinar eru í rauninni lítil smástirni, brot úr þeim eða brot úr stjörnum Þyngdarkraftur Jarðar dregur loftsteinana til sín en þeir geta verið frá litlu sandkorni að stærð og upp í rúman metra Daglega koma loftsteinar inn í lofthjúp Jarðar en flestir brenna þar upp Þegar þeir brenna myndast ljósrák á eftir þeim en það kallast í daglegu tali stjörnuhrap GEIMFARAR Fyrsti maðurinn sem fór út í geim var Yuri Gagarin frá Sovétríkjunum árið 1961, hann fór hringinn í kringum Jörðina Fyrsta konan fór út í geim árið 1963, hún var líka frá Sovétríkjunum og hét Valentina Tereshkova Fyrsti maðurinn sem steig fæti á tunglið var Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong árið 1969 GEIMSJÓNAUKAR Árið 1990 skaut NASA geimsjónaukanum Hubble út í geim Úr honum var hægt að sjá fjarlægar stjörnur og stjörnuþokur Árið 2021 var James Webb geimsjónaukanum skotið á loft til að leysa Hubble af hólmi James Webb er bæði stærri og öflugari en Hubble og mun hjálpa vísindamönnum að fræðast enn meira um heiminn okkar
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=