Náttúrulega 2

104 Náttúrulega 2 │ 4. kafli PÓLSTJARNAN Pólstjarnan er stundum kölluð leiðarstjarnan eða norðurstjarna og liggur u þ b 1° frá norðurpól himins Þar sem hún er nánast yfir nyrsta hluta Jarðarinnar þá virðast aðrar stjörnur snúast í kringum hana en Pólstjarnan alltaf á sama stað Þetta gerir það að verkum að Pólstjarnan var ein helsta leið sjómanna áður fyrr til þess að rata og staðsetja sig Nokkrar leiðir eru til að finna Pólstjörnuna á himni, ein þeirra er að finna Karlsvagninn og draga út frá honum beina línu í Pólstjörnuna Pólstjarnan er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litlibjörn SVARTHOL Svarthol er gríðarlega sterkt fyrirbæri í geimnum Svarthol er stjarna sem er að deyja og hefur ekki yfirborð eins og pláneta eða stjarna Kjarninn hefur þjappast svo þétt saman að hann fellur inn í sjálfan sig Þyngdarkrafturinn er svo sterkur og togar svo mikið að jafnvel ljós kemst ekki út Ef þú myndir hoppa ofan í svarthol myndi þyngdarkrafturinn verða til þess að það teygðist á þér þannig að þú litir út eins og spagettí HALASTJÖRNUR Halastjörnur eru í rauninni ekki stjörnur heldur litlir óreglulegir klumpar í sólkerfinu sem eru gerðir úr ís, gasi og ryki Þegar klumpurinn kemur nær sólu fer ísinn að bráðna og gufa upp á yfirborði hans og við það losna bæði gas og ryk Gasið og rykið mynda eins konar hjúp í kringum klumpinn og hala út frá honum Við það verður halinn til sem verður til þess að fólk kallar þessi fyrirbæri halastjörnur Karlsvagninn Pólstjarnan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=