8 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Plöntur eru samansettar úr plöntufrumum Frumurnar eru sérhæfðar eftir því hvaða hlutverki þær sinna Dæmi um plöntufrumur eru blaðfrumur, stöngulfrumur og rótarfrumur Plöntur búa til eigin næringu beint úr sólarljósi og kallast frumbjarga lífverur, því þær framleiða eigin mat Þær búa til næringu úr sólarorku með frumulíffærinu grænukorn Grænukorn er efnið semgerir plöntur grænar Í grænukorni er efni sem plöntur nota til að fanga sólargeislana Til að búa til næringu þarf plantan vatn og koltvíoxíð til viðbótar við sólargeislana Dýr anda m a frá sér koltvíoxíði Þetta ferli plantna, þ e að búa til næringu, kallast ljóstillífun Við það verður bæði til næring fyrir plöntuna svo hún geti vaxið og einnig súrefni sem fer út í andrúmsloftið Ýmsar lífverur, t d fólk og önnur dýr, nota svo súrefnið og næringuna frá plöntunni Þessar lífverur anda frá sér koltvíoxíði, losa sig við vatn með þvagi og svita og búa til orku svo þær geti hreyft sig og haldið á sér hita Það ferli kallast bruni Sólarorka Súrefni Koltvíoxíð Vatn Líf á Jörðinni gengur vel þegar gott jafnvægi er á milli ljóstillífunar hjá plöntum og bruna hjá dýrum Það þarf að passa upp á þetta jafnvægi t d þegar við framleiðum hluti sem gefa frá sér koltvíoxíð þar sem það getur valdið ójafnvægi í náttúrunni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=