78 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 5. kafli Mikilvægt er að geta sett sig í spor fólks með ólíkar skoðanir. Stundum er gott að búa til manngert vistkerfi en því fylgja líka gallar. Nefndu aðstæður þar sem það hefur kosti og aðstæður þar sem það hefur ókosti. Hvenær/hvar er gott að búa til manngert vistkerfi? Hvenær/hvar er ekki gott að búa til manngert vistkerfi? Ræddu við sætisfélaga þinn um manngerð vistkerfi og berðu saman við það sem þú hefur skrifað. Hvað finnst þér um manngerð vistkerfi? Eiga öll vistkerfi að vera manngerð? Eiga engin vistkerfi að vera manngerð? Eða eigum við að hafa blöndu af vistkerfum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=