Náttúrulega 1 - verkefnabók

61 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 4. kafli ÚRKOMUMÆLIR Efni og áhöld: Plastflaska, skæri og mælistika. Framkvæmd: Klipptu flöskuna í sundur nálægt flöskuhálsinum og taktu tappann af. Snúðu því sem þú klipptir af við og settu flöskuhálsinn á hvolf ofan í flöskuna eins og trekkt. Límdu trektina við flöskuna. Láttu úrkomumælinn standa utan dyra í nokkurn tíma og notaðu svo mælistiku til að mæla hversu mikil úrkoman var á meðan mælirinn stóð úti. Hversu langan tíma var úrkomumælirinn úti? Hversu mikil úrkoma safnaðist saman á meðan mælirinn stóð úti?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=