Náttúrulega 1 - verkefnabók

38 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 2. kafli LITIR Á ÞEYTISPJALDI Tilgáta: Lestu lýsingu á framkvæmd hér að neðan. Hvað heldur þú að gerist? Efni og áhöld: Kartonpappír, litir og 2 snærisspottar. Framkvæmd: Teiknaðu hring á pappírinn. Hringurinn á að vera 10 sentimetrar í þvermál og klipptu hann síðan út. Litaðu pappírinn eins og sést á myndinni. Festu snærisspotta við spjaldið, snúðu upp á spottann og láttu svo vindast ofan af snúningnum. Hvað gerist? Hvers vegna sést það? Endurtaktu tilraunina með litum að eigin vali. Niðurstöður: Hverjar eru þínar niðurstöður? Umræður: Hér getur þú tengt tilgátu við niðurstöðu. Hafðir þú rétt fyrir þér? Hvað gekk vel og hvað illa? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=